AÐSTOÐARMENN ÓSKAST

22. nóvember 2005

Til stendur að fara að vinna í  TF-ISB.  Það þarf að skoða hana og meta ástand hennar áður en ráðist verður í vinnuna.  Það verður flugvirki sem mun hafa yfirumsjón yfir verkinu.  Í því tilefni óskum við eftir áhugasömum aðstoðarmönnum.  Við erum ekki endilega að tala um flugvirkja, heldur alla sem vettlingi geta valdið.  Á sínum tíma var vélin úðuð með ákveðnu efni sem hægir á tæringu.  Þetta efni þarf að fjarlægja, meðal annars.  Þannig að allir sem vilja eru velkomnir að hjálpa. 

Einnig vantar okkur iðnaðarmenn, til að aðstoða okkur þegar við förum með vélina inná Ólafsvelli.  Það þarf að taka gaflinn úr húsinu til að koma vélinni þar inn.  Þeir sem hafa áhuga á að hjálpa okkur vinsamlega sendið okkur tölvupóst á TFISB@DC3.is.  Vinsamlega tilgreinið nafn, síma og/eða e-mail, einnig tilgreinið hver sérgrein viðkomandi sé ef hún er einhver (þ.e. smiður, pípari, flugvirki o.s.frv.).  Einnig getið þið hringt beint í Birgi Ólafsson í síma: 5050 481 eða 861 7722.


Einnig vantar okkur fólk í eftirfarandi:

Vinna að markaðssetningu fyrir áburðardreifingu næsta sumar.  Það er mikið atriði að byrja á þeirri vinnu sem fyrst.
Ritstjórn á blaði sem við höfum hug á að gefa út.

Áhugasamir vinsamlega sendið okkur tölvupóst á DC3@DC3.is

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.