14. maí 2008
Sælir félagar.
Aðalfundur DC3 þristavina var haldin í gær 13. maí kl. 17:00 í Flugröst í Nauthólsvík. Aðeins 12 félagar mættu á fundin sem verður að teljast slæm mæting. Sveinn Runólfsson, varaformaður hafði framsögu á fundinum þar sem formaðurinn, Tómas Dagur var fjarverandi. Það helsta var að staðan er sú að enn er unnið að því að félagið eignist vélina svo hægt sé að snúa sér að því að breyta vélinni í farþegavél. TF-ISB er komin í geymslu í Keflavík eins og flestir vita. Haldnar verða tvær flugkomur sem búið er skrá, þar sem vélin verður og sjálfsagt verður eitthvað fleira. Umræða var um að halda þristadag fyrir félagsmenn og alla þá sem hafa áhuga á vélinni og starfi félagsins. Er horft á að koma vélinni eitthvert út fyrir Reykjavík þar sem erfitt er að fá aðgengi fyrir almenning að vélinni á Reykjavíkurflugvelli vegna öryggisstaðla. Ég mun svo birta fundargerðina þegar hún er tilbúin. Stjórnarkjör fór fram og var fyrst formaðurinn endurkjörin og síðan stjórn og varastjórn endurkjörin óbreytt.
Með félagskveðju, Karl Hjartarson