AÐALFUNDARBOÐ

10. apríl 2006

Kæru Félagsmenn!

Ákveðið hefur verið að fyrsti Aðalfundur DC-3 Þristavina verði haldinn Fimmtudaginn 27. Apríl næstkomandi í ráðstefnusal Hótel Loftleiða kl. 17:00. Við hvetjum alla sem geta til að mæta.  Félagsmenn ættu að hafa fengið fundarboð inn um lúguna.  Þar sem farið er yfir dagskrá fundarins.  Engu að síður verður dagskráin eftirfarandi:

Dagskrá aðalfundarins:

  1. Kosning fundarstjóra og ritara
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  4. Flugið á árinu 2006
  5. Framtíð TF-ISB
  6. Ákvörðun um árgjald
  7. Önnur mál

Við hvetjum einnig allt áhugafólk um þristinn til að mæta á aðalfundinn.  Þetta er einmitt vettvangurinn fyrir skemmtilegar umræður og pælingar. Einnig vill ég auglýsa eftir greinum, myndum eða einhverju skemmtilegu efni um DC-3 sem við setjum svo á vefsíðuna. 

Kær kveðja,
f.h. Formanns
Guðmundur Gíslason

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.