Að loknum aðalfundi

Aðalfundur Þristavinafélagsins var haldinn miðvikudaginn 25 október s.l. Þar var ákveðið að reyna að koma vélinni í flughæft ástand aftur. Vinna við það mun byrja á næstu dögum. Einnig munum við gera plön fyrir næstu ár og þannig fá heildarsýn fyrir vélina nokkur ár fram í tímann.

Mesta áskorun okkar verður að fjármagna það að koma vélinni í flughæft ástand sem og tryggja fjármögnun á rekstri næstu ára.

Ákveðið var að senda úr rukkun fyrir árgjöld í félaginu fyrir árið 2023. Einnig var ákveðið að hækka árgjaldið í 5000 kr. Félagsmenn okkar munu því fá greiðsluseðil í heimabankann á næstu dögum.

Á aðalfundinum var kjörin ný stjórn hana skipa

Tómas Dagur Helgason

Sveinn Runólfsson

Birkir Halldórsson

Hörður Geirsson

Pétur L. Lentz

Varamenn í stjórn eru

Kristinn Halldórsson

Steinunn María Sveinsdóttir

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.