Afmælishátíð Þristsins okkar var haldin á Flugsafni Íslands Laugardaginn 7 október. Það mættu um 130 manns á hátíðina sem er mun fleiri en við þorðum að vona. Hátíðin tókst vel í alla staði. Nokkur ávörp voru haldin og frumsýnt myndband sem Snorri B. Jónsson gerði fyrir okkur að þessu tilefni.
Við þökkum öllum fyrir komuna og að hafa fagnað þessum tímamótum með okkur.