70 ÁRA AFMÆLI PÁLS SVEINSSONAR

26. september 2013

Þristurinn 70 ára

1. október 2013  

 

 

Í tilefni af því að liðin eru 70 ár frá því Þristinum TF-NPK var rennt út úr verksmiðju Douglas í Bandaríkjunum efna DC-3 Þristavinir til afmælishátíðar í Flugsafninu á Akureyri þriðjudaginn 1. október klukkan 17 til 19 næstkomandi. Hátíðin er öllum opin og er flugáhugafólk hvatt til að sækja hana.

 

Greint verður frá tilurð og sögu DC-3 hjá bandarísku Douglas verksmiðjunum, þessari þekktu flugvél sem þjónaði í farþega- og flutningaflugi um heim allan fyrir og eftir síðari heimsstyrjöld. Þá verður fjallað um hlutverk Þristsins í samgöngu- og landgræðslusögu Íslendinga og sýnd mynd um Þristinn í landgræðslu. Þristurinn sem skráður var á Íslandi árið 1946 sem TF-ISH og ber nú einkennisstafina TF-NPK og heitir núna Páll Sveinsson. Fyrst eftir að hún kom til Íslands var hún notuð af her Bandaríkjanna, var síðar í eigu Flugfélags Íslands sem notaði hana til innanlandsflugs og flugs til Grænlands. Á síðasta æviskeiði sínu í formlegri vinnu sinnti hún landgræslu í 33 sumur og lauk því verkefni árið 2006. Nú er hún í umsjá DC-3 Þristavina og notuð til sýningar- og kynningarflugs. Er vélin einstaklega vel á sig komin enda góður hópur tæknimanna, flugmanna og annarra sem sér um að halda henni gangandi með góðum stuðningi fjölmargra aðila. Á hátíðinni verður boðið upp á kaffiveitingar og Páll Sveinsson verður til sýnis í Flugsafni Íslands þar sem segja má að heimili hennar sé.

 

Þristavinir hvetja alla sem mögulega geta til að sækja hátíðina. Flugfélag Íslands býður afslátt og skulu bókanir fara fram gegnum netpóstinn hopadeild@flugfelag.is eða í síma 570 3075.

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.