Valmynd
Fréttir / News
Sagan / The Saga
Myndir / Pictures
Tenglar / Links
Tćknilegar uppl / Techs
Greinar / Articles
Um félagiđ / About the Club
Bréf til félagsmanna / Letter

Póstlisti
    skrá
Ţristavinafélagiđ Dc3
dc3@dc3.is
 
19.08.2014 - Gangur mála í Keflavík

Góðan dag félagar.

Ég fór í dag og eyddi deginum með starfsmönnum ITS í Keflavík og fleiri góðum mönnum. Í dag var vélin viktuð og önnuðust það starfsmenn umferðareftirlits Vegagerðar ríkisins. Þó margt sé sagt um hina og þessa eftirlitsaðila á Íslandi, verður að hrósa starfsmönnum umferðareftirlitsins. Þvílík lipurð sem við mættum við beiðni okkar um viktun á vélinni var eftirtektarverð svo um munar. Er skemmst frá því að segja að allur sá ferill gékk eins og smurt og í ljós kom að vélin hafði létst um 640 kg við að taknurinn og það sem honum fylgdi, var fjarlægt úr vélinni. 

Öll sú vinna sem farið hefur fram þarna er sérdeilis frábær og hvert smáatriði útfært til fullnustu. Nú er verið að ganga frá lokun á toppi vélarinnar þar sem áfyllingaropið var. Eftir það verður smáræði eftir og verður því væntanlega lokið fljótlega. Vonandi verður hægt að sýna vélina almenningi að þessu loknu og mun ég koma því á framfæri hér strax og það verður að veruleika.

Ég á því miður ekki nógu sterk orð um þá frábæru vinnu sem framkvæmd hefur verið hingað til og væntanlega verður sjón sögu ríkari. 

Félagskveðja, Karl Hjartarson

Til baka