Valmynd
Fréttir / News
Sagan / The Saga
Myndir / Pictures
Tenglar / Links
Tćknilegar uppl / Techs
Greinar / Articles
Um félagiđ / About the Club
Bréf til félagsmanna / Letter

Póstlisti
    skrá
Ţristavinafélagiđ Dc3
dc3@dc3.is
 
28.01.2013 - Flugvirkjanemar vinna viđ Pál Sveinsson

Sælir félagar.

Það er helst að frétta í dag að við Flugskóla Íslands er hafið nám fyrir væntanlega flugvirkja. Hópur nemanna fóru um helgina til Akureyrar þar sem þeir verða í einhverjar vikur og munu vinna við skoðun á vélinni okkar undir stjórn Erlings Andreassyni flugvirkja og kennara skólans. Það þarf ekki að efast um að þetta er litla félaginu okkar mikill styrkur og ekki síst fyrir nemanna að fá tækifæri á að skoða fullvaxna gamla flugvél. Þess ber að geta að þegar verið var að leita eftir tilboðum í gistingu fyrir Erling hjá Icelandair Hótel Akureyri var svarið að klúbbnum yrði boðin frí gisting og morgunverður fyrir Erling allan þann tíma sem hann dveldist á Akureyri vegna verkefnis þessa.

Þetta sýnir enn og aftur hvílíka góðvild félagið hlítur af hálfu margra sem við leitum til og í þessu tilviki Icelandic Hótel Akureyri. Þetta er okkur dýrmætt og verður seint fullþakkað.

Kveðja, Karl Hjartarson

Til baka