Valmynd
Fréttir / News
Sagan / The Saga
Myndir / Pictures
Tenglar / Links
Tæknilegar uppl / Techs
Greinar / Articles
Um félagið / About the Club
Bréf til félagsmanna / Letter

Póstlisti
    skrá
Þristavinafélagið Dc3
dc3@dc3.is
 
21.07.2006 - Flughelgi á Hellu

Um helgina stendur Flugmálafélag Íslands fyrir flughátíð á Hellu. Allir eru velkomnir og hvattir til að mæta hvort sem um flugmódel, svifflugur fallhlífar eða önnur flygildi er að ræða. Hátíðin heitir því viðeigandi nafni "Allt sem getur flogið". Þristavinir láta sig ekki vanta og að sjáflsögðu verður TF-NPK í "lykilhlutverki". Þristurinn okkar kom til samkvæmisins í fylgd tveggja flugvéla,YAK-52 og YAK-18. Honum flugu Björn Thoroddsen flugstjóri og Gunnar Arthúrsson aðstoðarflugmaður;-) og mun vélin fljúga nokkru sinnum um helgina. Auk flugatriða er boðið uppá sameiginlegt grill og skemmtidagskrá á laugardeginum.

Guðmundur Gíslason

Til baka