Valmynd
Fréttir / News
Sagan / The Saga
Myndir / Pictures
Tenglar / Links
Tæknilegar uppl / Techs
Greinar / Articles
Um félagið / About the Club
Bréf til félagsmanna / Letter

Póstlisti
    skrá
Þristavinafélagið Dc3
dc3@dc3.is
 
10.02.2006 - Laugardagskaffi

Stjórn Þristavinafélagsins verður með opið hús í aðstöðu félagsins að Ólafsvöllum í Elliðarárdal , (gamla toppstöð Rafmagnsveitu Reykjavíkur), laugardaginn 11. febrúar n.k. frá kl. 13:00 til 15:30. Félagar eru hvattir til að kíkja í kaffisopa og spjall. Formaður félagsins og fleiri stjórnarmenn verða á staðnum og við hvetjum ykkur til að koma og ræða málefni félagsins. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Hvernig keyrir maður þangað?

Keyrið áleiðis uppí Árbæ, takið hægri beygju útaf Ártúnsbrekku, þetta er löng u-beygja, þarnæst beygjið til vinstri upp Elliðaárdalinn.  Húsið er mosgrænt á litinn með gulum hurðum, ætti ekki að fara framhjá neinum.

Til baka